3.4.2007 | 17:09
Hetjur óskast
Ég hef alltaf verið sökker fyrir hasar og ofuhetjumyndum. Samt hefur áhorf á þessar myndir orðið að víkja undanfarið, en sem betur fer á ég stráka sem leyfa mér ekki að komast upp með svoleiðis lengi. Ég horfði á James Bond nýjustu með þeim um daginn. Allir búnir að mæra þessa myndi í botn og þarsem ég náttla svag fyrir þessu erkitöffara hlakkaði ég til að fylgjast með ljóshærða sætabrauðsbrúnku-vöðvahnyklaranum takast á við 007.
En þvílík hörmung. Afhverju þurfa allir erkitöffarar og súperhetjur að vera svona mannlegir allt í einu? Hann svaf ekki einu sinni hjá ofurkynbombunni og varð ÁSTFANGINN í alvöru?? Ég beið bara eftir því að hann pantaði sér grænmetisskot á barnum og snýtti sér í balsam-tissjú. Og svo voru öll dauðaatriðin svona raunveruleg, hann að kyrkja einhvern gæja alveg í 5 mínútur allur í blóði og kærastan fékk sturtutaugaáfall. Afhverju má 007 ekki bara vera yfirborðskenndur töffari með massa af ofuróraunsæislegu dóti sem drekkur mikið og sefur hjá án samviskubits?
Afhverju þurfa Súperman, Batman og Spiderman allir að vera komplexeraðir snillingar frá disfúnksjonal heimili, mjúkir gæjar sem bara lenda í því óvart að verða að verja heiður sinn og æru? Allar nýjustu myndirnar um þá vantar alla teiknimyndarlega tilvísun, þar sem ofurhetjan bara ótrúleg, fantastísk og má vera það. Ég hélt að það væri skilgreiningaratriði að Ofurhetja ætti að vera gædd óvenjulegum mætti og hefði yfirleitt mjög tvívíðan og fyrirsjáanlegan persónuleika, en kannski er ég að misskilja þetta.
Ég held að framleiðendur Heroes séu alveg að fatta þetta hinsvegar, húrra fyrir þeim.
Athugasemdir
mikið er ég sammála... þetta er stefnir allt í eina stóra sápuóperu, "Ástir og örlög ofurhetjanna" eða "Guiding light - now with superheroes"...
"En Batman... við getum ekki átt í ástarsambandi.... ég er nefnilega... bróðir þinn!" *klippt í auglýsingar* "svo er ég líka með krabbamein og illi tvíburabróðir minn er risinn upp frá dauðum..... eigum við að fá okkur camillu-te og ræða um tilfinningar okkar?"
gubbb.. ég horfði nú á Superman með þér heima í sumar... og þegar jafnvel Superman á í tilfinningakreppu þá er full langt gengið...
-Jói
Jói (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 19:56
Ég get sagt ykkur það að ég var tilfinningalega eins og vængbrotin álft eftir að ég sá nýjust 007 myndina. Ég varð bara ástfangin, vissi að ég fengi hann aldrei og lífinu var hreinlega lokið í nokkra daga. Hvað er það?
Rúnarsdóttir, 4.4.2007 kl. 08:57
Eimmitt Ágústa, hvað er það eiginlega?? Og síðan hvenær á JB að vera rómantískur, djúpt þenkandi og í sálarkreppu þannig að ÞIG langar að bjarga HONUM??? Er EKKERT Heilagt?? ... úff -anda-.....
Ágústa Kr Andersen, 4.4.2007 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.