1.4.2007 | 00:32
Pikk & Mix
Er búin að finna potential lausn á pólitísk-rænum vandræðum mínu. Þarfnast fíníseringar tölfræðings máski, en gæti hugsanlega virkað. Sú er að hver flokkur setur niður á kjörseðilinn eins og 20 - 30 stefnumál ásamt því fólki sem býður sig fram í engri sérstakri röð en með mynd svo allir viti hver er hvað. Svo merkir kjósandi við þau stefnumál sem hún er fylgjandi og líka við þá sem hún treystir til að stjórna landinu, auðvitað í samræmi við einhverjar leikreglur eða takmarkanir bla bla, og svo er barasta fundið út með þessu hvað meirihlutinn vill og hverjir eiga að setja lög í samræmi við þann vilja.
Þeir sem fá flest atkvæði verða ráðherrar, og þeir sem koma á eftir fá einhverjar formennskur í nefndum og sona. Má vera að sá 64. inn verði forseti Alþingis. Varamenn koma svo í röð á eftir. Svona veljum við og höfnum, allt eftir smagogbehag, og þetta fólk veit hreinlega fyrirfram hvað flestir vilja í öllum veigamestu málunum. Þetta finnst mér afar lýðræðisleg aðferð sem þó stuðlar að róttækum breytingum á flokkakerfinu, ákvarðanatökuferli ráðamanna og eykur vald hins almenna kjósanda svo fátt eitt sé nefnt.
Ég hef nefnt þetta við fólk en engin hefur sagt: 'nei, Ágústa mín, þú ert náttúrulega klikkuð að halda fram svona vitleysu!'. Ekki nokkur maður.
Athugasemdir
Þetta er nokkuð róttæk hugmynd en að reyna að fá þessa afdönkuðu pappírspésa að hætta að vera í einhverjum flokk, eitt lið á móti öðru, er nottla gagnslaust. Þeir geta ekki hugsað sjálfstætt, þeir verða að hugsa og hreyfa sig í hjörðum sauðsvartir sauðirnir....
-Jói
Jói (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 21:33
Þarf bara meira Yin og minna Yang. Segir allt sem segja þarf...
Ágústa Kr Andersen, 2.4.2007 kl. 10:36
You're so radical darling! Just lay back and listen to the music! Mmmmm ... nice music!
Rúnarsdóttir, 2.4.2007 kl. 17:34
Well... I heard over the grapewine that music soothes even the savage beast... should calm down the Gribba as well... hopefully...
-Jói
Jói (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 14:23
grapevine átti þetta víst að vera...
-Jói
Jói (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 14:37
En ég er ekki einu sinni farin að æsa mig ennþá..
Ágústa Kr Andersen, 3.4.2007 kl. 19:27
Ahhh, en betur skal bóndi bera in heyið áður er fer að rigna, væna mín :P
Jói (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.