Lifi Gribban.

Ég hef verið að vanrækja mína innri Gribbu. Áttaði mig á þessu í gær í samtali við mína ástkæru GB. Ég lýsti því fyrir henni hvernig maður kemst yfir flensu á tveimur dögum með tilteknum remedíukúr, mataræði og hugarfari. Hún hló að mér og sagði mér að ég væri bara svo mikil Gribba að virusarnir yrðu að láta í minni pokann. Langt síðan ég var kölluð Gribba síðast. Ég var búin að gleyma því hvað það er gott. Því eins og hún sagði það, þá er Gribban kona sem ekki lætur ytri aðstæður ráða því hvernig henni líður. Hún er sjálfstæð og treystir því að lífið færi henni það sem hún þarf. Hún er frjáls í hugsun og velur ekki endilega auðveldu leiðina. Hún er sönn frekar en fullkomin.

Þessvegna eru sumir hræddir við Gribbuna.

Lifi Gribban!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnarsdóttir

Já! Já, ég veit! Já, sönn en ekki fullkomin. Já, hræddir! JÁ!!

Rúnarsdóttir, 23.3.2007 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband