Lífið er tík

Ofsalega færi það illa með mig að vera pólitíkus. Ég á nefnilega alveg í nógu basli með það hvað ég er oft reiðubúin að skella skuldinni á aðra en mig sjálfa ef eitthvað er ekki eins og ég vil hafa það. Mig langar nefnilega að geta hætt að gagnrýna annað fólk neikvætt. Bara alveg. Soldið hippalegt ég veit það, en mér finnst þetta byggja meira á praktík; það fer alltof mikill tími og orka í þjark og reipitog, sbr eldhúsdagsumræður á Alþingi, æ rest mæ keis.

Ég er ekki að halda fram að stjórnmál séu almennt mannskemmandi, bara gamaldags eins og þau eru praktíseruð ennþá. Ég held nefnilega að það úreldist bráðum sem aðferð að viðhalda antagonísku sambandi við aðra. Það skapar nefnilega hringavitleysu sem hindrar öll eðlilegheit, fólk verður að brynja sig og fela, réttlæta sig og drulla yfir aðra. Slæmt fyrir þroska. Ég held því fram. Við erum alltof oft að gefast upp fyrir eigin ótta.

Ekki það að ég hafi svörin, mér finnst bara þess virði að spyrja hvort þetta geti ekki verið öðruvisi, hvort ekki sé komin tími á þróun... Það eru nefnilega til ákveðnar grunnreglur sem lúta að lífinu öllu, og ég er sannfærð um að ef við finnum út hverjar þær eru og lærum að fylgja þeim í stað þess þykjast stjórna, þá hættir kaósið.

Ókei, soldið hippalegt. En satt. Held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnarsdóttir

Ég er að kinka kolli með dreymnu augnaráði og gera peace merki núna. Far out dude ...

Rúnarsdóttir, 23.3.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband