13.3.2007 | 10:07
Auðvelt val
Mig dreymdi draum. Álfkonan góða kom til mín og mælti: 'Ég ætla að bjóða þér að þiggja gjöf...Hún krefst þess að þú munt missa sjálfstæði þitt og frelsi að miklu leiti, einfaldir hlutir eins og að fara á klósettið, þvo sér og borða munu krefjast skipulagningar og verða alltaf að víkja ef aðstæður krefjast. Aukakíló, stoðverkir, geðsveiflur og þreyta munu hrjá þig. Nætursvefninn mun raskast og áhugi á kynlífi minnkar. Þú munnt þurfa að vera til staðar 24 tíma á sólahring, þú getur farið og sinnt þínu lífi að einhverju marki, en þá er líklegt að samviskubit muni hrjá þig sem aldrei fyrr. Ertu reiðubúin í þetta?' '..Uh.... hvað fæ ég í staðin???' Þarna vaknaði ég, úff, fegin að þetta var bara martröð, ömurlegt að fá til sín illgjarna góða álfkonu. Ég sneri mér á hina hliðina og leit á dóttur mína svo undursamlega fallega sofandi í rúminu sínu við hliðina á mér. Ég þakkaði æðri mætti fyrir hana í miljónasta skipti og fór aftur að sofa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.