Kallinn í kassanum

Fór í Sorpu í dag međ flöskur og föt. Ekkert sérlega merkilegt, útaf fyrir sig, sérstaklega ţegar kona jafn nćm og ég á ábyrgđ mína sem neytanda á í hlut (ehmm). Hleyp í ţetta svo yfirvaldiđ litla truflist ekki á međan í bílstólnum, flöskurnar í einn gám og rosa sveifla međ hinn ruslapokann á spretti í Rauđakross gáminn, en var rétt búin ađ dúndra pokanum í hausinn á frekar hippalegum náunga sem var greinilega vanur ađ verjast svona sendingum međ augnráđinu einu saman. Hann stóđ semsé inní gámnum í fatahrúgum uppí nára og hélt á norskri prjónapeysu. Ég rétt náđi ađ kippa pokanum ađ mér og reyndi ađ fela undrandisvipinn međ glađlegasvipnum og bauđ góđan dag međ pokann í fanginu eins og ég hefđi búist viđ honum ţarna. Ţađ beit ekkert á kauđa. Hann var tilbúinn međ rćđuna. Sérútbúna handa plebbum eins og mér sem ekki gerir sér grein fyrir mikilvćgi ţess ađ hafa fötin í poka! (Ég enn brosandi: 'Já, ehh.. ég hef nú alltaf reynt ađ passa uppá ţađ..') Vegna ţess ađ gámurinn lekur hérna í horninu!! (Bendir ákveđiđ í norđvesturhorn gámsins). Hann útlistađi enn frekar reglur um lokun og opnun fatapoka, en ţar sem ég glitti í óveđurskýin hrannast upp í andliti dóttur minnar reyndi ég ađ halda ákveđnum augnkontakt og kinka brosandi til Garmasníkis á međan ég laumađi pokanum mínum innfyrir hans lögsagnarumdćmi og tiplađi afturábak í burtu.

Ţađ var ekki fyrr en löngu seinna sem ég áttađi mig á furđuleika málsins. Ég er ađ hugsa um ađ fara aftur á morgun til ađ gá hvort hann sé ţarna enn. Ég held nefnilega ađ jafnvel hafi hann í raun veriđ afturgengin ruslakall sem átti verkum ólokiđ hérna megin. Eđa kannski eftirlegukind atvinnumótmćlenda ofan af hálendinu sem hefur vetursetu í gámnum og heldur sér viđ međ ađ terrorisera húsmćđur í vesturbćnum? Eđa var ţetta kannski bara falin myndavél?

Mér stendur alls ekki á sama. Ţví ţađ getur ekki átt sér eđlilegar skýringar ađ ţađ standi mađur í gámnum allan daginn ađ segja fólki til afţví ađ gámurinn lekur. Ég neita ađ trúa ţví ađ hluti framlaga til Rauđa Krossins fari í laun ţessa pirrađa manns í stađ ţess ađ skipta um gám. Eđa setja upp skilti. Nówei.

Hvernig ćtli starfsauglýsingin hafi annars hljómađ...? ' Vanan mann vantar í gám. Má reykja, ómannblendni ćskileg, má ekki ţjást af innilokunarkennd.'

Ţađ er ekki eins og ég hafi of lítiđ ađ gera, en sum mál bara verđa ađ hafa forgang.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnarsdóttir

Hann hljómar dulítiđ eins og karakter úr Lost ... ertu viss um ađ ţig hafi ekki dreymt ţetta?

Rúnarsdóttir, 12.3.2007 kl. 22:07

2 Smámynd: Ágústa Kr Andersen

Ţú mátt ekki rugla í mér enn meir, nei nei!!  

Ágústa Kr Andersen, 12.3.2007 kl. 22:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband