Bloggjómfrúarleg frumraun ..

Soldið feimin við þetta bloggstúss alltsaman. Enn ekki viss um hvort ég er þessi bloggtýpa. Veit reyndar að ég gæti hægast soðið saman sannfærandi bloggpersónuleika sem er í senn þenkjandi og fyndin, víðlesin og meðvituð... Sona til að ganga í augun á þeim sem hugsanlega slysast hér inn. Fyrir hvern er maður svosem að blogga og til hvers? Hef ég eitthvað fram að færa sem mér finnst heimurinn vanti að vita og skilja? Er bloggið leið til að vekja á mér athygli, eða er ég að teygja mig útí heiminn með þessum hætti, tengjast öðrum í veröldinni í von um .. nei nú hætti ég áður en ég fer að gráta. Aðeins of djúpt svona í fyrstu málsgrein, minna er meira.

 Sit við nýja risaborðið mitt og bíð eftir manni og syni sem eru á leið heim frá KEF; sonurinn (stjúp- reyndar en er orðin svo mikið minn) kominn heim frá móður sinni í útlöndum nær, og átta mig á því að við erum faraldsfjölskylda mikil. Fluttum frá útlöndum til hálfs fyrst, svo alveg en ekki alveg öll, en erum óðum að skríða á land hérna megin.... úff hvað ég er sátt við hvað allt er að falla í skorður. Eða hvað? Er ekki kraumandi undir niðri óttinn við að núna sé allt dottið í leiðinlegt dúnalogn; regluleg hrynjandi, fyrirsjáanleg framtíð, brá soltið þegar ég áttaði mig á því að ég er búin að skipuleggja og borga sumarfríið með familíunni. Og á hugsanlega fyrir því líka??! Hippastemmningin öll að sogast uppí ryksuguróbótinn. En, mér til málsbóta þá er ég komin í búddahóp og er að læra að kyrja. Það bjargar þessu smá.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband